Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsileg bifhjólasýning í Íþróttaakademíunni
Laugardagur 13. maí 2006 kl. 17:49

Glæsileg bifhjólasýning í Íþróttaakademíunni

Nær öll mótorhjól Suðurnesja voru saman komin í íþróttaakademíunni í dag þar sem bifhjólaklúbburinn Ernir stóð fyrir mikilli sýningu. Einhver taldi 125 hjól inni í íþróttasal akademíunnar og annað eins af hjólum var einnig utandyra, ásamt öllu því sem þarf þegar maður á mótorhjól. Sýningin í dag er sögð ein sú glæsilegasta sem haldin hefur verið á Íslandi.

Dýrasta hjólið á sýningunni í dag er metið á um 12-13 milljónir króna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024