Glæsileg árshátíð Heiðarskóla
Á dögunum héldu nemendur og starfsfólk Heiðarskóla árshátíð skólans. Sú hefð hefur skapast í skólanum að árshátíðin er þrískipt, eftir aldursstigum og eru allir nemendur í 1. – 7. bekk þátttakendur í
skemmtiatriðum. Hópur nemenda í 8. – 10. bekk tekur þátt í stórri sýningu sem síðan er sýnd fyrir alla nemendur skólans. Þetta árið sýndu unglingarnir söngleikinn GREASE undir stjórn Guðnýjar Kristjánsdóttur og Maríu Óladóttur. Alls voru um 300 nemendur sem kom að sýningum þennan dag og lengd sýninganna rúmar 3 klukkustundir. Að lokinni hverri sýningu gæddu árshátíðargestir sér á veitingum sem nemendur og foreldrar buðu upp á.
Atriðin sem nemendur sýndu voru af ýmsum toga og má þar nefna leikrit, hæfileikakeppnir, dans og söng. Það var eftirtektarvert hve nemendur stóðu sig vel og höfðu gaman af að koma fram á sýningunum.