Glæsileg afmælissýning hjá BS
Starfsmenn slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja héldu upp á 40 ára afmæli félagsins með glæsilegri sýningu á stöðinni sem opnuð var í gær á Ljósanótt að viðstöddu fjölmenni.
Á sýningunni gefur að líta gamlar og nýjar ljósmyndir og gögn frá starfi BS ásamt gömlum munum s.s. slökkvibila og slökkvibúnað.
Einnig hefur verið unnið myndband þar sem sjá má myndskeið frá eftirminnilegum brunum auk kynningar á þeirri starfsemi sem fer fram innan veggja slökkvistöðvarinnar.
Félag starfsmanna Brunavarna Suðurnesja var stofnað 25. febrúar 1969 og hefur félagið unnið að mörgum málefnum, bæði fyrir starfsmenn og íbúa á þjónustusvæði Brunavarna Suðurnesja í gegnum tíðina - og gerir enn.
VFmyndir/elg