Glænýtt myndband frá hljómsveitinni Valdimar
- við lagið „Út úr þögninni“.
„Nýja myndbandið er komið á Youtube. Ógeðslega flott myndband hjá honum Bowen, mér finnst að þið ættuð að tékka á því. Lagið er líka mjög næs, þó ég segi sjálfur frá,“ sagði Valdimar Guðmundsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Valdimar á Facebook síðu sinni í gærkvöldi.
Hljómsveitin opinberaði glænýtt og glæsilegt myndband sitt á Youtube í gærkvöldi við lagið „Út úr þögninni“, af nýrri plötu hljómsveitarinnar, „Batnar útsýnið.“
Gerð myndbandsins var í höndum framleiðandans Bowen Staines, sem gert hefur myndbönd fyrir hljómsveitir eins og Sólstafi, Skálmöld og Ólaf Arnalds.
Hér er myndbandið: