Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæný dóttir gæti fæðst um páskana
Laugardagur 4. apríl 2015 kl. 12:00

Glæný dóttir gæti fæðst um páskana

Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugmaður.

Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina? - Ef ekki, hvernig á að verja helginni?
 
Það verður ekki mikið ekki um ferðalög þessa páska, við eigum von á lítilli prinsessu á næstunni. Settur fæðingardagur er 3. apríl þannig að mögulega verður páskunum varið á HSS, ef hún lætur bíða efir sér þá verður páskunum varið heima í faðmi fjölskyldunnar.

Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?

Páskahefðir eru að sjálfsögðu páskaegg og tilheyrandi feluleikir með þau.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?

Páskamaturinn er léttreyktur lambahryggur.

Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?

Lakkrís er minn veikleiki þannig að sjálfsögðu verður borðað lakkrísegg og svo stefni ég á eitt venjulegt Nóa Síríus egg.