Gjörbreyttu húsi kvenfélagsins
- stöllurnar í Hvöt í Sandgerði tóku til hendinni á fallegum degi.
Kvenfélagskonur í Sandgerði, sem hafa verið verulega atorkusamar undanfarin misseri, ákváðu að taka til hendinni í Hvatarkoti við Víkurbraut 11 í Sandgerði, vopnaðar penslum og sköfum.
Sjá má á meðfylgjandi myndum gríðalega breytingu á húsnæðinu kvenfélagsins eftir að það var málað.
Stórglæsilegt Hvatarkot eftir yfirhalninguna.