Gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen á Paddy's
Björn Thoroddsen snýr aftur á Paddy's í Bítlabænum Keflavík á laugardaginn, 21. júní. Síðast fóru gestir gapandi heim eftir tónleika hans. Björn er ekki einungis með ótrúlega gítarhæfileika, heldur er hann einnig frábær sögumaður. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 á laugardaginn 21. Júní á Paddy's Keflavík og er enginn aðgangseyrir.
Björn hefur verið atvinnuhljóðfæraleikari frá árinu 1982 í leikhúsum, sjónvarpi, útvarpi og með ýmsum hljómsveitum, s.s. Stórsveit Ríkisútvarpsins, Íslensku hljómsveitinni, Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Kuran Swing og Hljómsveit Egils Ólafssonar, Gammar, Norr 4, auk þess sem hann hefur starfað með eigin hljómsveit sem einfaldlega kallaðist Hljómsveit Björns Thoroddsen og Tríó Bjössa Thor svo nokkuð sé nefnt.
Af þekktum tónlistarmönnum sem hann hefur leikið með má nefna bassaleikarann Niels-Henning Örsted Pedersen, Philip Catherine og Doug Raney.
Í dag starfar Björn með Guitar Islancio. Björn Thoroddsen var stofnandi Nýja Gítarskólans og var skólastjóri skólans 1990-1993. Hann var einnig einn af stofnendum Nýja Músíkskólans 1994. Hann hefur einnig kennt við Tónlistarskóla F.Í.H. frá árinu 1982. Björn hefur gefið út alls sex sólóplötur og síðast kom út platan Björn Thoroddsen plays the Beatles árið 2013. En Björn hefur farið í tónleikaferð um heiminn og flutt sínar útgáfur af Bítlalögum. Því má búast má við að fá að heyra eitthver Bítlalög á laugardaginn.