Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gítardagur á Suðurnesjum
Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 08:44

Gítardagur á Suðurnesjum


Fimmtíu gítarnemendur frá tónlistarskólum á Suðurnesjum komu saman á sérstökum gítardegi sem haldinn var í Háaleitisskóla. Nemendurnir voru frá tónlistarskólunum í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ og Sandgerðisbæ.

Mótið gekk ljómandi vel og skemmtu nemendur sér konunglega. Dagurinn endaði á sameiginlegum tónleikum eftir að hafa æft stíft. Síðan borðað saman á Langbest og leynigesturinn Ingó úr Veðurguðunum birtist óvænt viðstöddum til ánægju.

---

Meðfylgjandi mynd er af vefsíðu Garðs. Það hlýtur að vera talsverð kúnst að samræma leik 50 gítarleikara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024