Gísli og Garðar grilluðu í Húsasmiðjunni
Húsasmiðjan fagnaði sumri nýlega með tilboðum í verslun og var viðskiptavinum boðið upp á pylsur af því tilefni. Gísli Jóhannsson, verslunarstjóri í Njarðvík fór í kokkagallann og fékk liðsstyrk frá Garðari Inga Róbertssyni, sumarstarfsmanni.
Kunnu viðskiptavinir vel að meta grillgleði Gísla og Garðars og fengu sér pulsu með öllu. Guðmundur Ingibersson var einn þeirra sem nældi sér í eina en reyndi að forðast myndatöku Víkurfrétta eins og sjá má á myndinni en ljósmyndarinn var fljótur með vélina og náði þessari frábæru pulsumynd af Gumma.