Gísli Gunnarsson með ljósmyndasýningu
Gísli B. Gunnarsson, áhugaljósmyndari hér í Reykjanesbæ heldur ljósmyndasýningu á um helgina, í tilefni af Ljósanótt. Gísli, sem löngu er kunnur fyrir störf sín með Leikfélagi Keflavíkur sýnir 22 myndir í lit og svarthvítu. Meginhluti ljósmyndanna eru teknar á Reykjanesi, en þema sýningarinnar er spegilmyndir. Ljósmyndasýningin er til húsa í gamla Áprentunarhúsinu, við hliðina hársnyrtistofu Harðars og verður hún opin föstudag, laugardag og sunnudag frá klukkan 13 til 22.