Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gísli Einarsson stýrir kótilettukvöldi
Sigvaldi Arnar Lárusson stendur fyrir kótilettukvöldi föstudaginn 13. nóvember nk.
Föstudagur 23. október 2015 kl. 13:00

Gísli Einarsson stýrir kótilettukvöldi

– þann 13. nóvember til stuðnings málefnum barna

Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja verður haldið í Officeraklúbbnum á Ásbrú föstudagunn 13. nóvember kl. 19:00. Sigvaldi Arnar Lárusson, göngugarpur og aðstandandi Umhyggjugöngunnar frá Keflavík til Hofsóss, stendur m.a. að kvöldinu.

Skemmtikvöldið er viðburður sem hefur þann tilgang að hittast, hafa gaman, borða vel af kótilettum og safna peningum fyrir brýn málefni barna á Suðurnesjum.

Veislustjóri verður Gísli Einarsson sjónvarpsmaður úr Landanum. Einnig munu koma nokkrir skemmtilegir aðilar og stíga á stokk um kvöldið. Meðal annars hefur Herbert Guðmundsson boðað komu sína á kvöldið með gítarinn.

Miðaverð er 6.000 kr og innifalið í verðinu eru kótilettur eins og þú getur í þig látið, meðlæti og 2 stórir svellkaldir og gulllitaðir. Eins og fyrr segir þá mun allur ágóði renna til málefna barna á Suðurnesjum. Happdrætti verður með veglegum vinningum. Happdrættismiðar seldir á staðnum.

Skemmtikvöldið er tilvalið fyrir vinahópa og vinnustaði að fjölmenna á þennan viðburð.
Boðið verður upp á sætaferðir frá Hópferðum Sævars frá Offanum og í gegnum Reykjanesbæ kl 01:00.

Allar nánari upplýsingar gefnar á netfanginu [email protected] eða í síma 854 0401.

Pöntunar og greiðslufyrirkomulag. Vinsamlegast leggið inn á reikning:

0142-15-382600
kt:090774-4419


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024