Gimli útskrifar leikskólanemendur
Leikskólinn Gimli útskrifaði nemendur skólans á dögunum og var útskriftin haldin í Njarðvíkurkirkju. Foreldrar fjölmenntu á útskriftina en þetta er orðinn árlegur viðburður skólans og kunna krakkarnir vel að meta það að fá að útskrifast úr fyrsta skólanum sínum með viðurkenningaskjöl.Veitingar voru í boði eftir útskrift og voru meðfylgjandi myndir teknar í Njarðvíkurkirkju.