GGE styrkti Ólympíufara um 450.000 kr.
Geysur Green Energy styrkti Ólympíufarana Erlu Dögg Haraldsdóttur ÍRB, Árna Má Árnason ÍRB og Berg Inga Pétursson, sleggjukastari úr FH, um 150.000 kr hvert. Styrkurinn var afhentur í höfuðstöðvum GGE í Reykjanesbæ sl. fimmtudag.
Þau þrjú verða glæsilegir fulltrúar Íslands ásam öllum þeim íþróttamönnum sem náðu Ólympíulágmarkinu og eru á leið til Peking.
Erla Dögg og Árni Már eiga Íslandsmet í sundi og keppa í sínum greinum þar sem takmarkið er að bæta Íslandsmetið og synda sitt besta sund.
Bergur Ingi er sleggjukastari úr FH, hann setti glæsilegt Íslandsmet í sleggjukasti á 3. Coca Cola móti FH í Kaplakrika í lok maí. Bergur Ingi er í 34 sæti á heimslistanum í sleggjukasti.
Kristján Pétur Kristjánsson, sérfræðingur hjá GGE afhenti íþróttamönnunum styrkinn og óskaði þeim góðrar ferðar.
Víkurfréttamynd:IngaSæm