Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Geymir góðu málshættina
Lilja Þorsteinsdóttir.
Föstudagur 18. apríl 2014 kl. 08:31

Geymir góðu málshættina

Ánægð með að vera í löngu fríi um páskana.

Lilja Þorsteinsdóttir starfar á Skóvinnustofu Sigga í Krossmóa. Hún ætlar að verja páskunum heima með börnunum og er ánægð með að hún verði í fríi á skírdag og því í löngu fríi. „Vonandi verður nú veðrið gott. Ég veit nú ekki alveg hvort það sé að koma sumar því það snjóar enn öðru hverju. Það er þetta páskahret.“ 

Lilja segist vilja ósköp venjulegt páskaegg, það sé best. „Ég geymi málshættina, sérstaklega ef þeir eru góðir,“ segir Lilja og hlær.  
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024