Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Getur ekki verið án símans
Sunnudagur 29. apríl 2018 kl. 07:00

Getur ekki verið án símans

Oskar Zarski er grunnskólanemi vikunnar, hann er nemandi í Gerðaskóla og finnst honum skemmtilegast að vera úti með vinum sínum.

Grunnskólanemi: Oskar Zarski

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Gerðaskóla

Hvar býrðu? Ég bý í Garðinum

Hver eru áhugamálin þín? Spila,vera í símanum, borða, sofa og fara út með vinum.

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er í 8. bekk og ég er 13 verð 14 í nóvember.

Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Bara að þá hef ég á eitthvað að gera og mér leiðist ekki og svo bara líka vinir mínir.

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei haha er ekki byrjaður að pæla i þvi.

Ertu að æfa eitthvað? Nei en ég æfði Taekwondo i rúmlega 5 ár en svo missti ég áhugann.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera úti með vinum eða bara gera eitthvað.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vera heima og gera ekkert.

Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Annað hvort myndi ég fara út í búð og kaupa mér snakk og orkudrykk eða fara út í sjoppu eða bara geyma hann og spara fyrir eitthvað i framtíðinni.

Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búinn að ákveða.

Uppáhalds matur: KFC, Pizza, Kjúklingasalat
Uppáhalds tónlistarmaður: Á þessu tímabili er það Lil Peep
Uppáhalds app: Snapchat
Uppáhalds hlutur: Sími
Uppáhalds þáttur: Z Nation