Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gettu betur að fara af stað
Mánudagur 16. janúar 2006 kl. 15:44

Gettu betur að fara af stað

Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur keppni í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, á morgun.

Þá verður att kappi við lið Fjölbrautaskólans við Ármúla. Viðureignin hefst kl. 19:30 og er útvarpað á Rás 2. Liðið hefur æft af kappi undir stjórn hins geðþekka efnafræðikennara, Guðmundar Grétars Karlssonar. Á dögunum fór síðan fram hin hefðbundna keppni kennara og nemenda á sal en hún er liður í undirbúningnum fyrir Gettu betur. Lið kennara fór reyndar með sigur af hólmi, enda mun eldra og þyngra, en mjótt var á mununum. Þá er bara að senda þeim Elínu, Hilmari og Sigurði jákvæða strauma fram að fyrstu keppninni á þriðjudaginn.

Af www.fss.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024