Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Get sett mig  í spor annarra
Mánudagur 6. mars 2023 kl. 07:25

Get sett mig í spor annarra

Ungmenni vikunnar: Nafn: Sylvía Rún Tryggvadóttir. Aldur: 13 ára. Skóli: Heiðarskóli. Bekkur: 8. bekkur. Áhugamál: Fótbolti.

Sylvía Rún Tryggvadóttir er í 8. bekk í Heiðarskóla og segir hún að hennar helsta áhugamál sé fótbolti. Sylvía segir að hennar helsti kostur sé hversu traust manneskja hún er. Sylvía er ungmenni vikunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir, heimilisfræði.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ásdís eða Kara útaf íþróttum.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Reykir og margt fleira.

Hver er fyndnastur í skólanum? Sara, Lína eða Hjörtur.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Veit ekki alveg, mörg lög mjög góð.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Píta og kjúklingasalat.

Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
Ég á enga uppáhalds bíómynd, horfi meira á þætti og það væri örugglega Ginny and Georgia.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, fótbolta svo ég hafi eitthvað að gera og mat svo ég gæti haldið mér á lífi.

Hver er þinn helsti kostur? Ég get sett mig í spor annarra.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Lesa hugsanir.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera traust/ur.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í FS og halda áfram í fótboltanum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég er traust.