Gestir og gangandi voru um 300 á gönguhátíð í Grindavík
Nýliðin Verslunarmannahelgi var Grindvíkingum góð , einmuna veðurbliða var alla helgina og viðraði vel til útivistar. Gönguhátíð sem stóð frá föstudegi til mánudags tókst mjög vel í alla staði og var þátttaka fram björtustu vonum, segir á vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is.
Gönguhátíðin hófst með innanbæjargöngu á föstudagskvöld og var þá gengið um Járngerðarstaðahverfið og endað í Flagghúsinu og mættu 67 manns.
Laugardagurinn hófst með göngu um Selatanga og Katlahraun og endaði gangan á Ísólfsskála þar sem gestir fóru ýmist í Skálakaffi eða grilluðu við Ísólfsskála, heyskapur var í fullum gangi og setti skemmtilegan svip á umhverfið, þátttakendur voru 112.
Á sunnudegi var gengin Sandakraleið inná Skógfellaleið og til Grindavíkur. Gönguleiðin var 15 km og liggur um eitt allra fallegasta og áhugaverðasta svæði Reykjanesskagans.
Gangan endaði í Saltfisksetrinu þar sem heilgrillað lamb og tilheyrandi beið göngugarpa og var hraustlega tekið tekið til matar. þátttakendur voru 62.
Gönguhátíðin endaði svo á Bláa Lónsgöngu , gengið var frá Húsatóftum um Árnastíg og Skipsstíg í Lónið og nutu þáttakendur þess að slappa af í Bláa lóninu að lokinni göngu.Þátttakendur 67
Gönguhátíðin sem var liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins var nú haldin í fyrsta sinn og nokkuð ljóst að til framtíðar er hér um mjög áhugavert framtak að ræða þar sem ferðaþjónustu aðilar geta tekið saman höndum.
Öllum þeim er lögðu hönd á plóg er þakkað fyrir þeirra framlag; Hátíðin var styrkt af M og V dagskrá Grindavíkurbæjar, Saltfisksetrinu, Ferðamálasamtökum Suðurnesja , Bláa Lóninu og Flagghúsinu.
Fararstjórum þeim Sigrúnu Franklín og Ómari S Ármannsyni er þakkað sérstaklega sem og Björgunarsveitinni Þorbirni ásamt Salty tour fyrir keyrsluna
mynd: Ómar og Sigrún ásamt göngufólki vá Selatöngum. Ljósmynd: Óskar Sævarsson