Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gestir hvattir til að taka þátt í lifandi listasýningu
Fjölmargir mættu á opnun sýningarinnar. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 15. mars 2024 kl. 06:07

Gestir hvattir til að taka þátt í lifandi listasýningu

Afbygging stóriðju í Helguvík opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar um helgina

Vel var mætt á opnunarhóf fyrir sýninguna Afbygging stóriðju í Helguvík sem var haldið í Listasafni Reykjanesbæjar um helgina. Listamennirnir hvetja gesti til að taka þátt í samtalinu með þeim því sýningin er lifandi og tekur breytingum meðan á sýningartímanum stendur.

Helga Þórsdóttir, safnstjóri, bauð fólk velkomið á sýninguna.
Þórólfur Júlían Dagsson rifjaði upp baráttuna við kísilverið á sínum tíma.

Afbygging stóriðjunnar í Helguvík stendur til sunnudagsins 28. apríl 2024 en það er listamannateymið Libia Castro & Ólafur Ólafsson sem vinnur verkið sem er verk í vinnslu og unnið í samstarfi og samtali Libiu & Ólafs við Töfrateymið, Andstæðinga stóriðju í Helguvík, aðra umhverfisverndarsinna, hagfræðing, íbúa Reykjanesbæjar og nærsamfélaga og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Listamennirnir mæla með því að fólk komi oftar en einu sinni yfir sýningartímann og taki þátt í samtalinu með þeim því sýningin er lifandi og tekur breytingum meðan á sýningartímanum stendur.

Ólafur Ólafsson og Libia Castro.

Libia Castro & Ólafur Ólafsson hófu samstarf sitt í Hollandi árið 1997. Þau vinna þverfagleg samvinnuverkefni; með vídeó, ljósmyndun, hljóðskúlptúr og margmiðlunarinnsetningar. Libia & Ólafur fóru fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn árið 2011. Þau hafa sýnt verk sín í almannarýmum í ólíkum borgum víða um Evrópu og haldið einkasýningar um heim allan.

Jonatan Habib Engqvist er alþjóðlegur sýningarstjóri og höfundur. Frá 2021 hefur hann starfað sem ritstjóri Ord&Bild.

Listamannateymið Libia Castro & Ólafur Ólafsson, milli þeirra eru Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar, og sýningarstjórinn Jonatan Habib Engqvist. Myndin er tekin í aðdraganda sýningarinnar.


Sýningin er styrkt af Safnasjóði. Listamennirnir eru styrktir af Myndlistarsjóði og Myndstef.

Meðfylgjandi ljósmyndir frá opnuninni tók Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta.

Afbygging stóriðju í Helguvík