Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gestakokkur töfrar fram konudagsmatseðil á Vocal
Fimmtudagur 17. febrúar 2011 kl. 09:32

Gestakokkur töfrar fram konudagsmatseðil á Vocal

Haraldur Sæmundsson verður gestakokkur á Vocal restaurant, Flughótel, helgina 18. - 20. febrúar næstkomandi.


Sérstakur konudagsseðill verður í boði og ætlar Haraldur að galdra fram skemmtilega rétti úr hráefni, eins og nautalundum, kjúklingi, hörpuskel, smokkfiski og sushi með flugfiskahrognum svo eitthvað sé nefnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Haraldur er yfirmatreiðslumaður á Hótel Rangá, sem í dag er eitt af 100 bestu hótelum í Evrópu samkvæmt nýrri könnun breska fréttamiðilsins The Sunday Times.


Hann útskrifaðist sem matreiðslumaður frá veitingastaðnum DOMO í Reykjavík. Haraldur hefur starfað í Toscana héraðinu á Ítalíu, sem er vagga ítalskrar matargerðarlistar. Hann var yfirmatreiðslumaður á DOMO áður en hann var ráðinn til Hótel Rangá. Borðapantanir í síma 421 5222.