Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gestagangur á Ásbrú
Mánudagur 27. apríl 2009 kl. 13:36

Gestagangur á Ásbrú



Árleg Handverks- og frístundahátíð Reykjanesbæjar var haldin á Ásbrú síðastliðinn laugardag. Við það sama tækifæri var opinn dagur hjá Keili og lögðu því margir leið sína á heiðina þennan dag.

Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í Listasmiðjunni og Virkjun þar  sem menningar- og tómstundahópar bæjarins kynntu starf sitt.
Keilir kynnti fjölbreytt námsframboð sitt og í Eldey kynnti Flugakademían m.a. möguleika í einka- og atvinnuflugmannsnámi. Af því tilefni var boðið upp á útsýnisflug um svæðið sem margir nýttu sér og höfðu gaman af.

Dagskráin var vel sótt eins og áður segir enda viðamikil og fjölbreytt fyrir alla aldurshópa.

VFmyndir/elg



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024