Gestaaukning í Duushúsum
Alls komu 29.640 gestir á viðburði og sýningar í Duushúsum árið 2006. Það er aukning frá árinu á undan þegar gestir voru 29.019. Alls voru 115 viðburðir haldnir í hinum fjórum sölum hússins.
Talið er að á bilinu 10 – 15 þúsund gestir hafi komið til að skoða Stekkjarkot og Íslending. Sá fjöldi á eftir að aukast stórlega því framtíðaráætlanir gera ráð fyrir 100 þúsund gestum á ári þegar uppbyggingu við skemmtigarð Víkingaheima verður lokið. Sýningarskáli Íslendings verður boðinn út í mars á þessu ári.
Talið er að á bilinu 10 – 15 þúsund gestir hafi komið til að skoða Stekkjarkot og Íslending. Sá fjöldi á eftir að aukast stórlega því framtíðaráætlanir gera ráð fyrir 100 þúsund gestum á ári þegar uppbyggingu við skemmtigarð Víkingaheima verður lokið. Sýningarskáli Íslendings verður boðinn út í mars á þessu ári.