Gert klárt fyrir jólin í Mangó
Þær Aníta Rut og Gabríela Ósk voru í óðaönn við að taka upp jólafötin í versluninni Mangó við Hafnargötu í dag. Aníta og Gabríela höfðu í mörgu að snúast en tóku sér þó pásu til þess að láta taka mynd af sér.
Fjölskyldustemmningin sveif yfir vötnum í Mangó og meira að segja nýjasti fjölskyldumeðlimurinn fékk að hjálpa til við verkin.
Allt það nýjasta í fatatískunni verður innan skamms komið í hillur í Mangó en herradeildin þar í búð hefur verið að vaxa ört og verið var að taka margar myndarflíkur upp úr kössum þegar blaðamaður kíkti í heimsókn.
Mynd 1: Aníta og Gabríela
Mynd 2: Dömurnar í Mangó við undirbúninginn