Gert klárt fyrir grásleppuróður
Hákon Magnússon bóndi á Nýlendu á Stafnesi var að gera bát sinn kláran í grásleppuróður þegar blaðamaður og ljósmyndari Víkurfrétta heilsuðu upp á hann í fjörunni neðan við Nýlendu síðdegis í gær. Báturinn, Hákon Tómasson GK 226, er geymdur í fjörunni og flýtur undir hann á flóðinu. Hákon sagði bátinn stundum hafðan á bóli aðeins utar en notast er við slöngubát til að komast um borð.Það þarf ekki að fara langt til að leggja grásleppunetin, eingöngu nokkra tugi metra út. Hákon ætlar í grásleppuróður á morgun, 2. dag páska, ef veður leyfir.
Nánar um Hákon Magnússon bónda á Nýlendu og fleira fróðlegt úr leiðangri þeirra Jóhannesar Kr. Kristjánssonar og Hilmars Braga Bárðarsonar um Stafnes í Víkurfréttum á föstudaginn.
Nánar um Hákon Magnússon bónda á Nýlendu og fleira fróðlegt úr leiðangri þeirra Jóhannesar Kr. Kristjánssonar og Hilmars Braga Bárðarsonar um Stafnes í Víkurfréttum á föstudaginn.