Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gerði heimildarmynd um búsetuflutning
Föstudagur 3. janúar 2014 kl. 09:50

Gerði heimildarmynd um búsetuflutning

„Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ hafði samband við mig og sagðist hafa handa mér lítið verkefni; að fylgja þessu fólki í tvær til þrjár vikur,“ segir Davíð Örn Óskarsson, höfundur heimildarmyndarinnar Bráðum burt. Hún fjallar um búsetuflutning nokkurra íbúa úr sambýli í sérbýli síðastliðið sumar.

Davíð Örn segir að mest gefandi hefði verið að kynnast fólkinu og hvernig lífi það lifir. „Það er svo margt og ákveðnir hlutir sem maður tekur venjulega ekki eftir, “ segir Davíð Örn sem hefur ekki oft áður tekið að sér svona verkefni, aðallega árshátíðarmyndbönd og auglýsingar. En þó kom hann að gerð myndarinnar GS#9, heimildarmynd um Guðmund Steinarsson og einnig gerði hann heimildar-/tónleikamynd um Blik í auga 3. Þá hefur hann séð um KefCityTV í nokkur ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bráðum burt tók u.þ.b. fjórar vikur í lokavinnslu og hann skilaði henni af sér rétt fyrir jól. „Já ég leyfði verkefninu að malla aðeins í millitíðinni,“ segir Davíð Örn sem er sjálfmenntaður í myndbandagerð og segist finna margt fróðlegt um það á Internetinu. Þá sé hann mikill félagsmálamaður og starfar í 88 húsinu.