Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gerðaskóli 135 ára
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 17:13

Gerðaskóli 135 ára

Síðastliðinn sunnudag voru 135 ár síðan  Gerðaskóli í Garði var settur í fyrsta sinn. Vegna þess var ákveðið var að halda upp á þessi tímamót á föstudeginum.

Á heimasíðu Garðs segir að veislan hafi verið eins og þær bestar gerast á barnmörgum heimilum. Gestum var boðið, skólastjórinn hélt ræðu, afmælissöngurinn sunginn, gjafir bárust og heillaóskaskeyti.

Barnakór Garðs söng þrjú lög og nemendur Tónlistarskóla Garðs léku á flygil og gítar. Allir nemendur skólans höfðu tekið þátt í að baka stóra afmælistertu sem m.a. foreldrafulltrúar tóku þátt í að skreyta. Kl. 11:00 fóru allir út þrátt fyrir grenjandi rigningu og nemendurnir 242 slepptu blöðrum sem þeir áður höfðu skreytt og skrifað á óskir og síðan var sleginn vináttuhrigur í kring um skólann.

Allan daginn var óhefðbundin kennsla, það var föndrað, saga skólans rifjuð upp og farið í íþróttahúsið og leikið sér eftir hádegi.

Þetta var góður dagur í þessum þriðja elsta grunnskóla landsins sem ber aldurinn vel og er síungur í anda.

Af vefsíðu Garðs, www.sv-gardur.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024