GERÐASKÓLI:
Einar Valgeir Arason, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að nú séu um 230 nemendur skráðir í skólann og að nýnemar verði um 25 sem er svipað og verið hefur. ,,Við erum ekki að einsetja skólann en erum þó með ýmsar aðrar breytingar í burðarliðnum. Verið er að innleiða nýju aðalnámskrána sem hefur í för með sér fjölgun kennslustunda og kennslu í Lífsleikni. Lokið var við að byggja við skólann í fyrra sem var mikil breyting til batnaðar.”Hvernig hefur gengið að manna stöður?,,Það hefur tekist vel. Við erum bara með einn nýjan kennara. Svotil allir eru með kennararéttindi og aðeins einn leiðbeinandi. Þetta er með því besta sem gerist hjá okkur. Það er reyndar ekki búið að ráða stuðningsfulltrúa ennþá.”Er mikil yfirvinna á fólki?,,Já, nokkrir eru með töluverða yfirvinnu.”Hvernig er aðstaðan í skólanum?Við höfum gert ýmsar smávægilegar breytingar til að bæta andrúmsloftið og vinnuaðstöðuna. Í fyrra fengum við nýtt tölvukerfi og nú er kennt á tölvur í öllum bekkjum. Í hverri einustu kennslustofu er líka nettengd tölva sem er til mikilla þæginda. Tölvurnar í skólanum hafa reyndar ekki fengið að vera í friði fyrir þjófum en nú er komið mjög gott öryggiskerfi í skólann sem á að halda þeim í burtu.”Hvernig leggst veturinn í þig?,, Hann leggst vel í mig. Hér er góður andi og fólk er tilbúið að takast á við skólaárið.”