Gera bútateppi fyrir flóttafólk í Sýrlandi
Nemendur í listasmiðju Fjölbrautaskóla Suðurnesja prjóna og hekla búta í teppi.
Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgst hafa með fréttum að ástandið í Sýrlandi versnar með hverjum degi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hungursneyð sé þar yfirvofandi í vetrarhörkunum.
Þessi staða hafa ýtt við mörgum landsmönnum sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að reyna að bæta ástand bágstaddra flóttamanna. Meðal þeirra eru nemendur í listasmiðju Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Þeir eru þessa dagana að prjóna og hekla búta í teppi sem á að senda til flóttafólks í Sýrlandi.