George Clooney drakk kaffi í Keflavík
Bandaríski leikarinn George Clooney hafði stutta viðdvöl í Keflavík á dögunum. Hann fór huldu höfði og vildi ekkert fjölmiðlafár.Clooney kom með einkaþotu sem millilenti í Keflavík og var þjónustuð af Suðurflugi. Leikarinn stoppaði stutt, fékk sér kaffibolla og kastaði kveðju á starfsfólk Suðurflugs. Hann heimilaði ekki myndatökur.
Þekkt fólk hefur reglulega viðdvöl hjá Suðurflugi. Síðustu misseri má nefna konung Marokkó og rokkömmuna Tinu Turner sem kom hingar tvívegis ásamt hljómsveit sinni. Þá hafa fjölmargir auðmenn lent hjá Suðurflugi og keypt bæði eldsneyti og „samlokur“.
Þekkt fólk hefur reglulega viðdvöl hjá Suðurflugi. Síðustu misseri má nefna konung Marokkó og rokkömmuna Tinu Turner sem kom hingar tvívegis ásamt hljómsveit sinni. Þá hafa fjölmargir auðmenn lent hjá Suðurflugi og keypt bæði eldsneyti og „samlokur“.