Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

 Gengu á Þorbjörn og fóru í Bláa lónið
Fimmtudagur 18. ágúst 2011 kl. 15:03

Gengu á Þorbjörn og fóru í Bláa lónið

Lokaferð Reykjanesgönguferða í sumar var farin í gær. Gengið var upp á Þorbjarnarfell og í gegnum tilkomumiklar gjár í toppi hans. Gengið var upp svokallaðan Gyltustíg sem liðast upp vestan megin í fjallinu þar sem nýi vegurinn frá Bláa lóninu liggur upp á Lágafell. Komið var niður í skógræktinni á Baðsvöllum þaðan var síðan gengið að Bláa lóninu. Þar var göngufólki boðið upp á hressingu og bað í Bláa Lóninu.

Einn heppinn göngumaður var dreginn út og fékk gjöf frá 66 Norður og annar fékk dekurdag í Blue Lagoon spa.

Í myndasafni Víkurfrétta eru myndir úr göngunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024