Gengu 20 km. áheitagöngu
Félagar í Unglingadeildinni Rán, sem er unglingadeild björgunarsveitarinnar í Garði, gengu á dögunum áheitagöngu um 20 km. leið frá Garði í til Sandgerðis og þaðan að Mánagrund og aftur í Garðinn.
Með göngunni voru þau að safna fé í ferðasjóð sinn. Framundan eru unglingamót unglingadeilda björgunarsveitanna sem ungmennin í Rán stefna á.
Þau söfnuðu um 200.000 krónum með framtaki sínu og vilja koma á framdfæri þökkum til þeirra sem lögðu þeim lið.
Myndin var tekin af hópnum þegar hann áði við Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi