Gengið um söguslóðir í síðustu göngunni
Síðasta gangan af 13 gönguferðum Hitaveitu Suðurnesja og Geysis Green Energy var farin miðvikudaginn 13. ágúst.
Í blíðskaparveðri var ströndin gengin frá Garðskagavita til Sandgerðis.
Leiðsögumaður sagði frá viðburðarríkum atburðum sem tengjast sögu Íslendinga sem gerðust á þessum slóðum, einnig var sagt frá landnámsmönnum á þessu svæði.
Tvö afmælisbörn voru í göngunni og var sunginn afmælissöngur í fjörunni fyrir þau.
Endað var við veitingahúsið Vitann í Sandgerði þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur og gos.
Leiðsögumaður var Rannveig L. Garðarsdóttir
Á ljósmyndavef Víkurfrétta er að finna fjölda mynda frá göngunni.