Gengið um Höskuldarvelli og Oddafell á morgun
14. maí. Höskuldarvellir – Oddafell **
Byrjað verður að ganga við Höskuldarvelli og gengið eftir Oddafellinu endilöngu sem er ca 3 km langt. Áð verður við enda fjallsins, þar eru ummerki eftir einn stærsta hver á suðvesturlandi sem nefndist Hverinn eini.
Gengið verður eftir gömlum bílslóða sem liggur með fjallinu endilöngu síðan verður gengið með hlíðum fjallsins til baka. Leiðin er 8 ½ km og tekur um 2.5 – 3.00 klst að ganga. Veðurspá fyrir miðvikudags kvöldið er einsog best verður á kosið bjart og hlýtt.
Lagt verður af stað kl 19:00 frá SBK og kostar kr 500 á mann í rútuna.
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 500 kr.