Gengið um Hólm í Leiru
FERLIR gekk s.l. laugardag um Hólm undir leiðsögn bræðranna Guðmundar og Bjarna Kjartanssona. M.a. var gengið um gömlu garðlögin, skoðuð var gamla lindin undir klettunum, gamla barnaskólahúsið og litið á hlöðnu brunnana, bæði við Hólm og eins niður undan Leiru, ofan við Bergvíkina.Norðan við húsið á Stóra-Hólmi er bátslaga ósleginn blettur með hleðslum í kring. Þar sögðu bræðurnir að væru sagnir um heigðan fornmann og hefði aldrei mátt hrófla við blettinum. Hann hefði lengst af verið girtur. Leitað var að letursteini "innan við gamla túnhliðið á Hólmi", en þar undir á smali að hafa verið jarðsettur. Hans hinsta ósk var að verða grafinn við alfaraleiðina að bænum. Bræðurnir mundu eftir letursteini norðan heimskeyrslunnar Stóra-Hólmi, en eftir að símamenn höfðu farið þar um með kapal fyrir mörgum árum, hefði hann ekki sést. Leitað verður betur á svæðinu síðar.
Við Bæjarskersréttina hitti hópurinn fyrir Reyni Sveinsson (Fræðasetrinu) og Péturs Brynjarsson, sagnfræðing í Sandgerði. Pétur benti á Bæjarskersréttina og leiddi hópinn að Bæjarskersleiðinni og gekk með henni upp að Stekknum.
Þar er álfaborg og Álfaklettur. Norðaustan í klettunum eru nokkrar tóttir og
bera þau öll merki selja. Pétur taldi ekki útilokað að þarna hefði fyrrum
verið sel frá Býskerjum. Ef það er rétt var þetta 102. selið, sem FERLIR
skoðar á Reykjanesi.
Ofar blasir Álaborgin syðri, gömul hlaðin rétt, við og er hún mjög heilleg.
Pétur sagði að elsta réttin á svæðinu, svo vitað sé, hafi verið Álaborgin
nyrði ofan við Flankastaði, síðan hafi Álaborg syðri verið byggð ofan við
Bæjarsker, en hún hafi lok verið flutt í réttina, sem komið var fyrst að.
Austan við réttina eru tóttir, mis gamlar. Önnur er af húsi og er hún
heilleg. Hin virðist mun eldri.
Þá var leiðinni fylgt að Vegamótahól þar sem mætast Bæjarskersleið og
Sandgerðisleið. Sandgerðisleiðin er greinileg í áttina að gamla Sandgerði
við Kettlingatjörn. Gengið var að Digruvörðu, sem var fyrrum mið úr
Sandgerðissundinu í Keili. Norðan vörðunnar fannst Sjónarhól og neðan hennar er Árnakötluhóll. Á milli þessara hóla átti Dauðsmannsvarðan neðri að vera.
Gömul heimild er um að við vörðuna hafi verið leturhella, en hún hefði ekki
sést lengi þegar það var ritað. Leitað var að henni og fannst þar gömul
varða á einum hólanna austan Sandgerðisleiðar. Skömmu síðar fannst önnur gömlu varða í móanum vestan leiðarinnar. Hún er mjög álitlegur staður.
Þriðja varðan er á hól sunnan við Árnakötluhól. Nú er vitað á hvaða svæði
leturhellan gæti leynst á. Þetta er tiltölulega lítið svæði og ætti að vera
auðvelt að leita skipulega á því. Mosinn var hins vegar frosinn nú svo
frekari leit varð að bíða um sinn.
Loks var litið á letursteininn í Garði og var reynt að finna út hvers konar
letur er á honum miðjum. Erfitt að segja til um það, en virðast vera fornar
rúnir.
Fróðlegt væri að heyra frá þeim, sem veit eitthvað um leturhelluna við
Dauðsmannsvörðuna-neðri, letursteininn í Hólmi sem og letrið á
fornmannasteininum í Garði.
Kveðja,
Ó.
Við Bæjarskersréttina hitti hópurinn fyrir Reyni Sveinsson (Fræðasetrinu) og Péturs Brynjarsson, sagnfræðing í Sandgerði. Pétur benti á Bæjarskersréttina og leiddi hópinn að Bæjarskersleiðinni og gekk með henni upp að Stekknum.
Þar er álfaborg og Álfaklettur. Norðaustan í klettunum eru nokkrar tóttir og
bera þau öll merki selja. Pétur taldi ekki útilokað að þarna hefði fyrrum
verið sel frá Býskerjum. Ef það er rétt var þetta 102. selið, sem FERLIR
skoðar á Reykjanesi.
Ofar blasir Álaborgin syðri, gömul hlaðin rétt, við og er hún mjög heilleg.
Pétur sagði að elsta réttin á svæðinu, svo vitað sé, hafi verið Álaborgin
nyrði ofan við Flankastaði, síðan hafi Álaborg syðri verið byggð ofan við
Bæjarsker, en hún hafi lok verið flutt í réttina, sem komið var fyrst að.
Austan við réttina eru tóttir, mis gamlar. Önnur er af húsi og er hún
heilleg. Hin virðist mun eldri.
Þá var leiðinni fylgt að Vegamótahól þar sem mætast Bæjarskersleið og
Sandgerðisleið. Sandgerðisleiðin er greinileg í áttina að gamla Sandgerði
við Kettlingatjörn. Gengið var að Digruvörðu, sem var fyrrum mið úr
Sandgerðissundinu í Keili. Norðan vörðunnar fannst Sjónarhól og neðan hennar er Árnakötluhóll. Á milli þessara hóla átti Dauðsmannsvarðan neðri að vera.
Gömul heimild er um að við vörðuna hafi verið leturhella, en hún hefði ekki
sést lengi þegar það var ritað. Leitað var að henni og fannst þar gömul
varða á einum hólanna austan Sandgerðisleiðar. Skömmu síðar fannst önnur gömlu varða í móanum vestan leiðarinnar. Hún er mjög álitlegur staður.
Þriðja varðan er á hól sunnan við Árnakötluhól. Nú er vitað á hvaða svæði
leturhellan gæti leynst á. Þetta er tiltölulega lítið svæði og ætti að vera
auðvelt að leita skipulega á því. Mosinn var hins vegar frosinn nú svo
frekari leit varð að bíða um sinn.
Loks var litið á letursteininn í Garði og var reynt að finna út hvers konar
letur er á honum miðjum. Erfitt að segja til um það, en virðast vera fornar
rúnir.
Fróðlegt væri að heyra frá þeim, sem veit eitthvað um leturhelluna við
Dauðsmannsvörðuna-neðri, letursteininn í Hólmi sem og letrið á
fornmannasteininum í Garði.
Kveðja,
Ó.