Gengið um elsta bæjarhlutann í Njarðvík
Þrjár lýðheilsugöngur verða farnar um Reykjanesbæ í september. Göngurnar eru unnar í samstarf við Ferðafélag Íslands. Félagið hefur hvatt fólk til gönguferða undir slagorðinu „Komdu út að ganga með okkur í september.“
Gengið verður um Ytri-Njarðvík, í Höfnum og í Keflavík í þremur aðskildum göngum. Allir eru velkomnir og við hvetjum fólk til að koma með.
Síðdegis í dag, 12. september, er gönguferð um Ytri Njarðvík
Göngustjóri er Kristján Jóhannsson. Mæting kl. 18 við Ytri Njarðvíkurkirkju. Gengið verður um elsta bæjarhlutann í Njarðvík. Borgarvegur, Sjávargata, Þórustígur og Brekkustígur. Sagt verður frá húsunum og fólkinu sem þar bjó. Göngunni lýkur á sama stað og hún hefst, við kirkjuna. Fræðandi en umfram allt skemmtileg ganga sem ætti að taka um klukkustund.