Gengið um Brauðstíg frá Eldvörpum í kvöld
Í kvöld verður farin gönguferð um Brauðstíg frá Eldvörpum úti Sundvörðuhraunið. Skoðuð verða fallega hlaðin hraunbyrgi sem standa á hrauninu. Saga þeirra er hulin ráðgáta og fær hópurinn tækifæri til að geta sér til um hvernig byrgin eru tilkomin. Gengið verður áfram að Árnastíg og honum fylgt að Húsatóftum. Gönguferðin tekur u.þ.b 2-3 klst og leiðsögumaður er Rannveig L. garðarsdóttir
Allir eru velkomnir og mæting er að Vesturbraut 12, Reykjanesbæ kl 19:00. Göngufólk úr Grindavík og Höfuðborgarsvæðinu geta komið í rútuna á bílastæðinu við Bláa Lónið nauðsynlegt er að hafa samband við Rannveigu leiðsögumann hér í skilaboðum eða í síma 893-8900 til að taka frá sæti í rútuna.