Gengið fyrir geðrækt

Geðræktarganga var farin um Reykjanesbæ á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var í síðustu viku. Þann sama dag var Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, með geðveikt kaffihús í Hvammi við Suðurgötu þar sem boðið var upp á vöfflur með rjóma og rjúkandi kaffi.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin í geðræktargöngunni. Nánar verður fjallað um lífið í Björginni í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld og þar er rætt við nokkra skjólstæðinga Bjargarinnar sem lýsa reynslu sinni af starfinu sem þar er unnið.