Gengið frá Kálfatjörn að Brunnastöðum
Í kvöld, mánudaginn 11. maí, verður gengið frá Kálfatjörn að Brunnastöðum, nokkurn vegin þá leið sem fólk á utanverðri Vatnsleysuströnd gekk til kirkju, og börnin í skólann (sem var í Brunnastaðahverfi þar til 1979) þar til skólabíll kom til sögunnar 1943.
Gengið verður um mis fornar götur og vegi, með ströndinni, meðfram býlum, eyðibýlum, alls kyns rústum og fyrirbrigðum. Viktor Guðmundsson og Haukur Aðalsteinsson munu miðla sögufróðleik eins og tíminn leyfir og Þorvaldur Örn svara spurningum um náttúruna. Af nógu er að taka, því þarna er náttúrufegurð og saga við hvert fótmál. Gangan er alls 7 km og mun taka rúma 3 tíma.
Þessi ganga er um sögusvið bókar Jóns Dan: 1919, árið fyrir spönsku veikina og er frændfólk og aðdáendur skáldsins sérstaklega velkomin, en hann hefði orðið 100 ára í ár.
Mæting við Kálfatjarnarkirkju kl.19. Stutt innlit í kirkjuna. Endað á Brunnastöðum og bílstjórar ferjaðir til baka. Mörg stutt fræðslu- og umræðustopp og eitt nestisstopp.
Allir velkomnir og ekkert gjald (í boði aðstandenda gönguferðanna).
Að viku liðinni verður gengið úr Brunnastaðahverfi í Voga.