Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gengið að Húshólmum í Grindavík
Miðvikudagur 20. júlí 2005 kl. 13:25

Gengið að Húshólmum í Grindavík

Í tilefni af útgáfu á Húshólmaritinu bíður Ferðamálafélag Grindavíkur íbúum Grindavíkur og öðrum landsmönnum í  Húshólmagöngu laugardaginn 23. júlí.

Áhugasamir geta mætt við bæjarskrifstofuna í Grindavík klukkan 13:00 og þegið rútuferð á staðinn í boði Ferðamálafélags Grindavíkur eða mætt á Ísólfsskálavegi undir Krýsuvíkur-Mælifelli kl 13:30.

Gengið verður niður í Húshólma undir leiðsögn Grindvíkingsins Ómars Smára Ármannssonar og fornar minjar skoðaðar. Gangan, sem varir í 3 klukkustund, verður róleg og tiltölulega auðveld. Fólk er hins vegar hvatt til að taka með sér nesti og búa sig eftir veðri.

Kom þetta fram á vefsíðu Grindavíkur


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024