Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Gengið að heimaslóðum Ellýjar og Vilhjálms í kvöld
    Frá göngu á vegum Rannveigar.
  • Gengið að heimaslóðum Ellýjar og Vilhjálms í kvöld
    Frá Ósabotnum.
Miðvikudagur 15. júlí 2015 kl. 07:00

Gengið að heimaslóðum Ellýjar og Vilhjálms í kvöld

- frá Ósabotnum að Merkinesi í Höfnum.

Í kvöld verður farin gönguferð frá Ósabotnum að Merkinesi. Gengin verður gömul þjóðleið með ströndinni og sagðar verða sögur af fólki og örnefnum. Gengið verður að Merkinesi þar sem söngsystkinin Vilhjálmur og Ellý Vilhjálmsbörn ólust upp. Rannveig L. Garðarsdóttir verður leiðsögumaður og Árni Hinrik Hjartarson, íbúi og áhugamaður um sögu Hafna verður með í för og segir frá  áhugaverðum stöðum í gönguferðinni. Gangan tekur u.þ.b. 2-3 klst.

Allir eru velkomnir og mæting er að Vesturbraut 12, Reykjanesbæ kl 19:00. Brottför kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ og endar ferðin einnig þar. Rannveig er með símanúmerið 893-8900.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024