Gengið á slóðir Keflavíkurkirkju
Saga Keflavíkurkirkju er mjög áhugaverð og tengist sögu Keflavíkur, ýmislegt gekk á við byggingu kirkjunnar og komu margir að því verkefni.
Bjartsýnir íbúar fyllast vonleysi og kaupmenn hlaupa undir bagga, þetta og ýmislegt fleira verður farið yfir í göngu sunnudaginn 24. júní sem hefst kl 18:00 við Keflavíkurkirkju.
Gengið verður um gamla bæinn og farið yfir sögu kirkjunnar og einstakra kaupmanna í Keflavík á 19. öld.
Gangan tekur 1 klst og er við allra hæfi. Gengið verður til „gagns og gleði“. Gangan endar við Keflavíkurkirkju þar sem sungin verður messa að þeim hætti sem var í árdaga kirkjunnar.
Þjóðlegar veitingar verða í boði að messu lokinni.
Leiðsögumaður Rannveig L. Garðarsdóttir og prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Bjartsýnir íbúar fyllast vonleysi og kaupmenn hlaupa undir bagga, þetta og ýmislegt fleira verður farið yfir í göngu sunnudaginn 24. júní sem hefst kl 18:00 við Keflavíkurkirkju.
Gengið verður um gamla bæinn og farið yfir sögu kirkjunnar og einstakra kaupmanna í Keflavík á 19. öld.
Gangan tekur 1 klst og er við allra hæfi. Gengið verður til „gagns og gleði“. Gangan endar við Keflavíkurkirkju þar sem sungin verður messa að þeim hætti sem var í árdaga kirkjunnar.
Þjóðlegar veitingar verða í boði að messu lokinni.
Leiðsögumaður Rannveig L. Garðarsdóttir og prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.