Gengið á Fiskidalsfjall og Húsafell
-útsýni til allra átta
Reykjanesgönguferðir stóðu fyrir göngu á Fiskidalsfjall og Húsafell í gærkveldi þar sem göngumenn nutu útsýnis til allra átta í blískaparmiðvikudagsveðri og fengu um leið súrefni í stórum skömmtum.
Steinar Þór Kristinsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík var sérstakur gestur kvöldsins og sagði frá ýmsum björgunaraðgerðum sem sveitin hefur sinnt en hún var m.a. fyrst til að nota fluglínubyssur þegar sveitin bjargaði áhöfn fransks togara fyrir utan Hraun árið 1931.