Geitin í Skaupinu er Sandgerðingur
Flestir Íslendingar hafa eflaust skemmt sér misvel yfir Áramótaskaupinu í Ríkissjónvarpinu eins og lög gera ráð fyrir. Myndarleg geit frá Sandgerði fór með stórt hlutverk í áramótaskaupinu í ár en hún var þar í hlutverki syndaaflausna-geitar. Geitin fór í bíltúr með þeim Jóhönnnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni eftir að Karl Sigurbjörnsson, biskup hafði verið með geitina á göngu.
Skaupið fær jafnan misjafna dóma og Skaupið í ár þar engin undantekning. Það vakti m.a. reiði margra að gert var grín að hryðjuverkunum sem áttu sér stað í Noregi síðastliðið sumar.
Frá þessu er greint á vefnum 245.is