„Geisladiskurinn er ekki dauður“
- segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Kristinn Jónsson
„Geisladiskurinn er ekki dauður,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum. Hann þurfti eins og svo margir aðrir að skafa í morgun. Og eins og svo margir aðrir á Kiddi ekki rúðusköfu.
Kiddi dó ekki ráðalaus og gat án vandræða dregið fram forláta geisladisk með Costello sem fékk það hlutverk að verða rúðuskafa þennan morguninn.