Geisladiskur með Guðmundi Hauki Þórðarsyni
Þann 4. apríl næstkomandi kemur út CD safndiskur með Guðmundi Hauki Þórðarsyni í tilefni af 85 ára afmæli hans. Tuttugu og eitt lag er á disknum en upptökur eru frá árunum 1967 til 2010 ýmist á tónleikum, í sjónvarpi, útvarpi eða í hljóðveri.
Með Guðmundi Hauki koma fram ýmsir aðilar, m.a. synir hans Þórður og Steinar, Inga María Eyjólfsdóttir, Keflavíkurkvartettinn, Karlakór Keflavíkur og Karlakórinn Þrestir.
Reiknað með að diskurinn komi í verslanir eftir páska.