Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Geirmundur las eftir Gunnar Dal
Þriðjudagur 4. nóvember 2003 kl. 14:02

Geirmundur las eftir Gunnar Dal

Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri las fyrir starfsmenn á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar í lestarátaki sem hófst í bæjarfélaginu fyrir tveimur vikum síðan.
Ritstjóri Víkurfrétta las fyrir starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík í síðustu viku og skoraði á Geirmund sem mætti með bókina Að elska er að lifa, eftir Gunnar Dal. Þetta er mikil bók eftir mikinn speking þar sem hann fjallar m.a. um hvað andleg velferð þjóðar er mikilvæg eign hennar. Um tveir tugir starfsmanna á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar við Tjarnargötu í Keflavík hlustuðu á lestur sparisjóðsstjórans sem var fróðlegur og góður. Árni Sigfússon, bæjarstjóri tók við fundargerðarbókinni sem gengur á milli aðila sem lesa og heldur bókhald utan um lesturinn. Árni þakkaði Geirmundi fyrir komuna og áskorunina og sagði jafnframt að bærinn myndi skora á Íslandsbanka í Keflavík að viku liðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024