Laugardagur 23. júlí 2005 kl. 14:37
Geimstöð Leifs Eiríkssonar
Það var ævintýraljómi yfir Flugstöð Leifs Eiríkssonar seint í gærkvöldi þegar dalalæðan magnaðist upp í heiðinni. Engu var líkara en flugstöðin væri skýjum ofar og væri þá geimstöð í stað þess að vera flugstöð. Meðfylgjandi mynd Hilmars Braga segir meira en mörg orð um stemmninguna.