Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gefur 50 falin listaverk á Ljósanótt
Gjörningurinn „Sletta“ hjá Guðmundi Rúnari og Ingu Rósu á Menningarnótt.
Mánudagur 24. ágúst 2015 kl. 11:07

Gefur 50 falin listaverk á Ljósanótt

– með sýningu í gámi og gjörning á Menningarnótt í Reykjavík.

Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson fer sjaldan troðnar slóðir. Hann opnaði í síðustu viku listsýningu í 40 feta gámi við höfnina í Reykjavík sem hann kallar Svunta Kunta í samstarfi við Ingu Rósu Kristinsdóttur. Á Menningarnótt voru þau einnig með gjörninginn „Sletta“.

Guðmundur Rúnar var búinn að ákveða að taka ekki þátt í Ljósanótt 2015 „vegna fýlu minnar út í verklagið hjá skipuleggjendum og allsráðendum þessarar miklu hátíðar Suðurnesjamanna. En nú hef ég ákveðið að slíðra fýlupúkann í mér og setja upp leynileg 50 verk eftir mig víðsvegar um bæinn minn. Ef þú finnur verk þá er það þitt. Ég ætla sem sé að gefa samborgurum mínum þessi 50 verk - en segi ekki hvar þau eru - ykkar er að finna þau hangandi hér og þar,“ segir Guðmundur Rúnar á fésbókinni í dag.



Frá sýningunni „Svunta Kunta“ í 40 feta gámi við Reykjavíkurhöfn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024