Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gefa ferð með öllu til Ibiza
Þriðjudagur 16. nóvember 2010 kl. 11:08

Gefa ferð með öllu til Ibiza

Fyrir unga djammara þá er Ibiza eyjan komin í tísku. Síðasta sumar fóru mörg hundruð Íslendingar til IBIZA í djammferðir. Útskriftarhópar, vinahópar, hópur á vegum útvarpstöðvarinnar Flass 104,5. Allir ferðir sem voru í boði til Ibiza síðasta sumar voru uppseldar þannig færri komust að en vildu. Næsta sumar verður boðið uppá mun fleiri sæti og skemmtilegri djammferðir.

Ibiza er vinsælasti djammstaður heims á sumrin enda sameinast þar allir flottustu og stærstu DJ'arnir og eyða öllu sumrinu þar. Nöfn eins og Tiesto, Armin Van Buuren, David Guetta, Swedish House Mafia, Erick Morillo, Deadmau5, Carl Cox og margir fleiri eru allir með sín eigin partý í hverri viku á flottustu og stærstu skemmtistöðum sem til eru í heiminum. Við erum að sjálfsögðu að tala um Pacha, Space, Privlige og Amnesia en þetta eru 5.000 - 12.000 manna staðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við erum strax byrjaðir að hita upp fyrir Ibiza og erum að setja upp Ibiza partý útum allt land. Fyrir 2 vikum síðan vorum við á Rúbín í Reykjavík þar sem mættu mörg hundruð manns. Næstkomandi laugardag verður það Manhattan í Keflavík og þar ætla ég að GEFA fría ferð til Ibiza með öllu inniföldu. Gisting, morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, frítt áfengi alla ferðina verður innifalið í þessari ferð.

Við drögum út einhvern heppin/n á Manhattan næstkomandi laugardagskvöld. Allir miðar verða númeraðir þannig hver og einn verður að passa vel uppá sinn miða. Forsala miða hefst á fimmtudaginn í Galleri Keflavík og kostar miðinn litlar 1.000 kr.-

Dj Óli Geir og Dj Sindri BM frá útvarpstöðinni Flass 104,5 sjá um tónlistina. Ibiza dansarar verða á svæðinu og að sjálfsögðu fordrykkur fyrir þá fyrstu.

Þótt það sé vetur og kalt úti þá er gott að geta komið í partý sem minnir þig á sumarið, segir Óli Geir Jónsson í tilkynningu.