Geðveikt kaffihús í Svarta pakkhúsinu á Sumardaginn fyrsta
Samsýning margra aðila opnar einnig í Bíósal Duus-húsa.
Það verður fjör á Sumardaginn fyrsta í Svarta pakkhúsinu en félagar í Björginni, geðræktarmiðstöð standa fyrir Geðveiku kaffihúsi kl. 13 til 16.
Klukkan tvö mun Guðmundur Sigurðsson, tenór ásamt Arnóri Vilbergssyni organista, Birtu Rós, Brynjari og Guðmundi Rúnari flytja tvö heimasmíðuð lög. Klukkan þrjú munu Bestu vinir í bænum sýna brot úr verki sínu „Tímavélin“.
Á Sumardaginn fyrsta verður einnig opnuð samsýning í Bíósal Duus-húsa, Sossa, Amanda Auður Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Rut Ingólfsdóttir, félagar frá Hæfingarstöðinni og gestalistamaðurinn Guðrún Bergsdóttir, listamaður Listar án landamæra 2011 sýna verk sín en auk þess verða sýnd verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar.
Sýningin stendur til 1. maí og er opinn alla virka daga kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17.